Heimssýn Vestmannaeyjum stofnað í gær

19.Október'09 | 08:02

Heimssýn

Í kjölfar fundar um Evrópumál í Vestmannaeyjum í dag 18. október 2009 þar sem Björn Bjarnason var frummælandi var haldinn stofnfundur Heimssýnar Vestmannaeyjum. Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, sbr. www.heimssyn.is
Blásið var til stofnfundar í lok fundar, lög félagsins samþykkt og stjórn kjörin. Stjórnarmenn eru: Páley Borgþórsdóttir, formaður; Sólveig Adólfsdóttir, varaformaður; Jórunn Einarsdóttir, Sigurður E. Vilhelmsson og Borgþór Ásgeirsson.

Samtökin eru þverpólitísk og eru öllum opin sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Hér að neðan er ályktunin sem stofnfundur Heimssýnar Vestmannaeyjum, sem haldinn var í Vestmannaeyjum þann 18. október 2009 samþykkti.

Ályktun:
Heimssýn Vestmannaeyjum skorar á ríkisstjórn Íslands að draga umsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið til baka. Í þeim efnahagslegu þrengingum sem Ísland á nú í þykir óhæft að standa í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Staða Íslands meðal annarra þjóða hefur boðið hnekki í efnahagshruninu og Íslendingar þar af leiðandi ekki í stakk búnir fyrir aðildarviðræður. Ennfremur telur hreyfingin að viðbrögð Evrópulanda við erfiðum aðstæðum á Íslandi sýni svo ekki verður um villst þá stöðu sem Ísland kemur ætíð til með að eiga í gagnvart Evrópusambandinu. Íslendingar verða ávallt fámenn þjóð andspænis stórum Evrópulöndum sem hika ekki við að beita sér gegn minni ríkjum í krafti stærðarinnar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is