Eldsupptök ókunn í brunanum í Lifrasamlaginu

19.Október'09 | 15:57

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og þá sérstaklega í kringum brunann sem varð í Lifrasamlagi Vestmannaeyja að morgni 15. október sl.  Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða borgarana við hin ýmsu atvik sem upp komu.
Að morgni 15. október sl. var lögreglu tilkynnt um að reykur kæmi frá húsi Lifrasamlags Vestmannaeyja og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Tók það slökkviliðið um fjóra klukkutíma að ná tökum á eldinum, en enn eru glæður í einangrun og hefur reykur stigið upp frá húsinu undanfarna daga. Vettvangsrannsókn fór fram sl. föstudag og naut lögreglan í Vestmannaeyjum aðstoðar tækindeildar lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu við þá rannsókn. Rannsóknin leiddi í ljós að eldsupptökin voru í því rými sem verkstæði og kaldhreinsun á lýsi fer fram en hins vegar var ekki hægt að finna út hvernig eldurinn kviknaði, þar sem vettvangurinn var nánast brunninn til ösku. Eldsupptök eru því ókunn.

Lögreglan vill í tilefni af brunanum í Lifrasamlaginu benda vegfarendum á að virða lokanir lögreglu og annarra björgunaraðila með því að fara ekki inn fyrir lokanir. Nokkur brögð voru að því að ökumenn virtu ekki lokun lögreglu. Lokanir eru til þess fallnara að vernda vegfarendur þannig að þeir verið ekki fyrir slysum og jafnframt til að gefa björgunaraðilum svigrúm til aðgerða.

Þann 17. október sl. var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem stóð á bifreiðastæðinu við Foldahraun 42. Er talið að atvikið hafi átt sér stað að kvöldi 16. október sl. en ekki er vitað hver það var sem ók utan í bifreiðina. Lögreglan hvetur þann sem þarna átti hlut að máli að hafa samband við lögreglu og eins hvetur lögreglan vitni að atvikinu um að hafa samband.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.