Stórbruni í Vestmannaeyjum

15.Október'09 | 07:37

Lifró

Lifrarsamlagið í Vestmannaeyjum er alelda og berst allt tiltækt slökkvilið í eyjunum við brunann. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt og er þakið af elsta húsinu hrunið og eldur er í öðrum húsum fyrirtækisins að sögn lögreglu. Um margar viðbyggingar er að ræða sem gerir slökkvistarf nokkuð erfitt að sögn lögreglu en veðuraðstæður eru sæmilegar þrátt fyrir töluverðan vind. Slökkviliðið hefur einnig notið aðstoðar lögreglu og björgunarsveitar við slökkvistarfið.

Að sögn lögreglu er alls óvíst um eldsupptök á þessari stundu en engin starfsemi var í húsinu í nótt og því engin tæki í gangi. Á tímabili var óttast að eldurinn næði að læsa sig í annað hús sem stendur nærri en slökkviliðið telur sig hafa komið í veg fyrir það.

Miklar lýsisbirgðir eru í Lifrarsamlaginu og eldsmatur því mikill.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.