Heilaþvottur..........

14.Október'09 | 09:57

Georg Arnarson

............er það orð sem mér sennilega hefur oftast dottið í hug á þessu ári. Tökum sem dæmi auglýsingar fjölmiðla vegna þessarar nýjustu Íslensku sjónvarpsþátta sem hafa tröllriðið fjölmiðlum í alt sumar og ég hugsa að ef þær mínútur sem búið er að eyða í auglýsingar vegna Fangavaktarinnar í alt sumar yrðu lagðar saman, þá yrði sá tími sennilega töluvert lengri heldur serían í heild sinni.

Merkilegt þótti mér líka að heyra þá auglýsinga hjá Stöð 2 aðeins þremur dögum eftir frumsýningu fyrsta þáttar Fangavaktarinnar, að þáttaröðin væri þegar orðin vinsælasta þáttaröð stöðvarinnar frá upphafi. Ekki mjög trúverðugt og virkar á mig eins og hálfgerður heilaþvottur, en reyndar finnst mér þessi sería mun betri en hinar fyrri, en sá reyndar mjög lítið úr hinum.

 

 Enn er verið að sýna Stelpurnar á Stöð 2 og mér varð það á fyrir hálfum mánuði síðan að horfa á einn slíkan þátt, en upplifði þennan gamanþátt á mjög undarlegan hátt, því að ég skildi hreinlega ekki einn einasta brandara og þótti það hálf furðulegt, hvað menn nenna að endast í að framleiða slíka þvælu, en það er nú svo, einhverjir hafa sjálfsagt gaman af þessu, en merkilegt hvað við eigum allt í einu orðið fáa góða leikara, því að það eru nánast sömu leikararnir í öllum þessum Íslensku þáttaröðum.

Heilaþvottur var kannski eðlilega það orð sem mér datt oftast í hug þegar maður las greinar og viðtöl eftir marga frambjóðendur s.l. vor, að maður tali nú ekki um það þegar ungt og efnilegt fólk, jafnvel undir kosningaraldri er að skrifa stuðningsyfirlýsingar við einhvern af hinum stóru flokkum og það skín greinilega í gegn, hver höfundurinn raunverulega er.

Í sjálfu sér er hægt að nota orðið heilaþvottur um svo margt.

Nýjasta nýtt er barátta bæjarstjórans okkar fyrir hönd útgerðarmanna í Vestmannaeyjum til varnar núverandi kvótakerfi og í það er látið skína stöðugt, að það skipti lykilatriði fyrir alla eyjamenn að þessir núverandi útgerðarmenn haldi aflaheimildum sínum frekar en einhverjir aðrir. Um það má að sjálfsögðu deila, en fyrir mitt leyti þá ætla ég að enda þessa hugleiðingu á þennan hátt: Það voru svo sannarlega hörkuduglegir útgerðarmenn og sjómenn sem gerðu eyjarnar að þeirri byggð sem þær eru í dag og svo sannarlega er útgerðin lífæð okkar eyjamanna. Ég heldi hins vegar að ef menn vilji sjá raunveruleikann í núverandi kvótakerfi, þá gætu menn t.d. horft á bíómyndina Hafið, skoðað dóma þar sem jafnvel skilnaðir verði til þess að menn neyðist til að selja. Menn gætu líka borið saman á netinu leiguverð á aflaheimildum og fiskverð, bæði verðlagsstofuverð og það verð sem er á mörkuðunum. Sé þetta allt lagt saman, þá er sú mynd sem bæjarstjórinn okkar og sumir útgerðarmenn, draga upp af núverandi kvótakerfi kannski ekki eins fögur og þeir vilja sumir hverjir meina, en gagnvart fólki sem ekki skilur þetta, þá heitir þetta heilaþvottur.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is