120 hætta við að koma á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar í Vestmannaeyjum

14.Október'09 | 12:44

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Ótti við svínaflensu verður til þess að um 120 börn úr æskulýðsfélögum kirkjunnar á Austurlandi verða ekki send á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 570 börn höfðu verið skráð til þátttöku.
Stefán Bogi Sveinsson, leiðtogi í Æskulýðsfélaginu BíBí á Héraði, segir ákvörðunina hafa verið einróma. Upplýsinga hafi verið aflað m.a. frá fulltrúa Sóttvarnalæknis á Austurlandi, sem hafi ekki getað mælt með því að það yrði farið. Börn hefðu hugsanlega getað veikst í ferðinni og það hefði aukið álag á alla í ferðinni auk þess sem erfitt hefði verið að sækja veik börn til Vestmannaeyja. Sveinn Bogi segir að hefði mótið verið haldið nær hefði verið auðveldara að bregðast við hefðu komið upp veikindi í ferðinni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.