Dvalar- og hjúkrunarrýmum fækkar á Hraunbúðum

13.Október'09 | 07:45

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt um skerðingu á dvalar- og hjúkrunarrýmum á Hraunbúðum. Skerðingin nemur einu dvalarrými og einu hjúkrunarrými.
Heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt um skerðingu á dvalar- og hjúkrunarrýmum á Hraunbúðum. Skerðingin nemur einu dvalarrými og einu hjúkrunarrými. Umrædd ákvörðun ríkisins skerðir þjónustu við aldraða í Vestmannaeyjum enda er nokkur ásókn í umrædd rými á Hraunbúðum og þau fullnýtt hingað til. Að auki verður stofnunin af um 10 milljónum í tekjur.

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja mótmælir harðlega þeirri ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að skera niður þjónustu við aldraða í Vestmannaeyjum á sama tíma og áhersla hefur verið lögð á að standa vörð um velferð. Ráðið hvetur yfirvöld til þess að endurskoða þessa ákvörðun og að niðurskurður lendi þar sem fitulagið er fyrir.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.