Beint flug frá Akureyri til Vestmannaeyja í vetur

13.Október'09 | 15:35

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Flugfélag Íslands ætlar að bjóða upp á beint flug frá Akureyri til Vestmannaeyja í vetur, í samstarfi við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Þetta kom fram í máli Ásbjörns Björgvinssonar framkvæmdastjóra markaðsskrifstofunnar, á fundi með bæjar- og sveitarstjórum á Norðurlandi á Hótel KEA fyrr í dag.

Ásbjörn sagði að um helgarferðir væri að ræða, frá föstudegi til sunnudags og verður fyrsta ferðin farin í byrjun febrúar á næsta ári. Hann sagði að markmiðið með þessu væri að efla samskiptin á milli þessara svæða og bjóða upp á einhverjar nýjungar. Fyrirhugað er að hefja kynningu á þessum ferðum innan tíðar. Á fundinum á Hótel KEA opnaði Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri nýja heimasíðu fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi: www.nordurland.is

Tekið af www.vikudagur.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.