Lögreglan þurfti að beita piparúða til að yfirbuga mann

12.Október'09 | 11:18

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega sl. föstudag vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjarnar.  Alls fékk lögreglan rúmlega 30 tilkynningar vegna tjóns sem rekja mátti til veðurhamsins.  Skemmtanahald helgarinnar fór hins vegar ágætlega fram og án teljandi vandræða, þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi verið að skemmta sér.
Síðdegis sl. laugardag var óskað eftir aðstoð lögreglu að veitingastaðnum Volcano vegna manns sem þar var til óþurftar. Hafði hann m.a. tekið mann hálstaki án þess þó að um alvarlega áverka hafi verið að ræða. Þar sem ekki lá fyrir kæra var ákveðið að fara með manninn til síns heima. Skömmu síðar var hringt frá heimili mannsins og óskað eftir aðstoð lögreglu þar sem maðurinn var með ógnandi tilburði m.a. með hnífi. Þegar lögreglan kom á staðinn tók maðurinn á móti lögreglu með golfkylfu reyrða til höggs og gerði sig líklegan til að slá lögreglumenn með kyflunni. Þurftu lögreglumenn að beyta piparúða til að yfirbuga manninn. Hann var í framhaldi af þessu færður í fangageymslu lögreglu þar sem hann fékk að sofa úr sér vímuna.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið án þess þó að um slys á fólki hafi verið að ræða. Í fyrra tilvikinu hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni í Herjólfsdal með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti á steinhleðslu á hringtorginu í dalnum. Nokkuð tjón varð á bifreiðinni og þurfti að færa hana í burtu með kranabifreið. Í seinna tilvikinu hafði orðið árekstur tveggja bifreiða í Foldahrauni, en þar var um minniháttar tjón að ræða.

Lögreglan vill minna fólk á að nota endurskinsmerki og þá sérstaklega eru foreldrar hvattir til að setja endurskinsmerki á börn sín, núna þegar svartasta skammdegið gengur í hönd.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.