Mikið óveður í Vestmannaeyjum

9.Október'09 | 07:25

BV Björgunarfélag Skátar 1918

Búið er að ræsa út björgunarsveit í Vestmannaeyjum vegna þakplatna sem eru að losna af tveimur þökum og lögreglu hefur verið tilkynnt um. Óveður mikið geisar nú í Vestmannaeyjum. Á Stórhöfða var 41 m/s vindur kl. 6 í morgun og fóru hviður í 51 m/s.
ð sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er veðrið óvenju slæmt. Í nótt hefur vindur ekki farið undir 30 m/s á Stórhöfða og er nú að færast í aukana og kominn yfir 40 m/s.

Veðurstofan hefur varað við því að búast megi við snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestanlands. Búast má við stormi sunnan og vestantil á landinu. Einnig má búast við mikilli úrkomu suðaustanlands síðdegis.

Í dag er spáð vaxandi austanátt, víða 18-25 m/s með rigningu og jafnvel mikilli úrkomu suðaustanlands síðdegis, en hægari norðaustantil og þurrt að kalla fram eftir degi. Heldur hægari vindur suðvestanlands undir kvöld. Hiti 0 til 6 stig.

Kennsla fellur niður í báðum grunnskólunum í Vestmannaeyjum.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is