Mikið óveður í Vestmannaeyjum

9.Október'09 | 07:25

BV Björgunarfélag Skátar 1918

Búið er að ræsa út björgunarsveit í Vestmannaeyjum vegna þakplatna sem eru að losna af tveimur þökum og lögreglu hefur verið tilkynnt um. Óveður mikið geisar nú í Vestmannaeyjum. Á Stórhöfða var 41 m/s vindur kl. 6 í morgun og fóru hviður í 51 m/s.
ð sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er veðrið óvenju slæmt. Í nótt hefur vindur ekki farið undir 30 m/s á Stórhöfða og er nú að færast í aukana og kominn yfir 40 m/s.

Veðurstofan hefur varað við því að búast megi við snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestanlands. Búast má við stormi sunnan og vestantil á landinu. Einnig má búast við mikilli úrkomu suðaustanlands síðdegis.

Í dag er spáð vaxandi austanátt, víða 18-25 m/s með rigningu og jafnvel mikilli úrkomu suðaustanlands síðdegis, en hægari norðaustantil og þurrt að kalla fram eftir degi. Heldur hægari vindur suðvestanlands undir kvöld. Hiti 0 til 6 stig.

Kennsla fellur niður í báðum grunnskólunum í Vestmannaeyjum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.