Atli vill vera áfram hjá KR

8.Október'09 | 09:06

Atli

Eyjapeyinn Atli Jóhannsson er samningslaus frá KR og hefur verið orðaður við nokkur lið eftir að tímabili lauk. Sjálfur hefur hann þó ekki í hyggju að yfirgefa Vesturbæinn.

„Ég hef áhuga á að vera áfram hjá KR og þeir hafa áhuga á að halda mér. Ég mun setjast niður með þeim í vikunni og vonandi klárum við nýjan samning," sagði Atli við Fréttablaðið.

„Ég er annars voða rólegur yfir þessu öllu. Ég hef eitthvað heyrt af áhuga annarra liða en er lítið að velta því fyrir mér. Ég vil vera áfram hjá KR og það gengur fyrir að spjalla við KR-inga."

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.