Hvað má betur fara?

7.Október'09 | 08:12

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Útgjöld ríkisins eru 556 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hjá Steingrími og samstarfsfólki hans. Vinstri flokkarnir segjast ekki geta skorið niður, enda er alltaf einfaldasta lausnin hjá þeim að hækka skatta. Nýjir skattar á bæði fólk og fyrirtæki eru ekki þess tilfallin að koma okkur út úr kreppunni heldur bara leti leiðin til að fylla í fjárlagagatið. Það er eins og þeir nenna ekki að finna neinar aðrar leiðir.
En ef fólk rennur aðeins yfir það í hvað peningar skattborgara eru að fara og hugsa sér að það er jafnvel hægt að skera niður í þessum málaflokkum um 5-10 % jafnvel sleppa þeim alfarið í 2-3 ár til þess að koma okkur út úr þessum vanda sem við eigum í dag. Í stað þess að hækka skattana má frekar bæta reksturinn og draga út útgjöldum. Þessi listi sem hér kemur að neðan er nánast ekkert tekið úr grunnstoðunum sem þó mætti alveg rekstrargreina og skoða raunverulega þörf fyrir hverja krónu í þeim geira. Listinn hér að neðan er til þess að gefa ykkur hugmynd um það sem peningar okkar fara í og hvort það mætti ekki draga eitthvað út umsvifum ríkisins. Í þessari upptalningu eru um það bil 45 milljarðar. Það má einnig spurja sig hvort það mætti ekki athuga frekar hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir til að laga fjárlagahallan. Hugmyndir eins og breikkun skattstofna og skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur fyrirfram.

En endilega farið yfir þennan lista og skoðið með gagnrýnni hugsun, þarf þessi stofnun virkilega svona mikla fjármuni á þessum tímum og væri ekki hægt að draga úr eða sleppa þessu í einhvern tíma 2-3 ár á meðan við erum að reyna berjast við kreppuna. Leyfum fólkinu í landinu njóta góðs en ekki byrja á því að skattleggja það.

* Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið fær 646,1 milljón, til samanburðar fær Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, 663 milljónir
* Heilsustofnun, Náttúrulækningafélag Íslands fær 547,8 milljónir
* Lýðheilsustöð fær 348 milljónir
* Framkvæmdarsjóður aldraða ? fær úthlutað 1368 milljónum
* Jafnréttisstofa fær 60,5 milljónir
* Ríkisútvarpið 3218 milljónir
* Rammaáætanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun er úthlutað 1451,9 milljónir
* Listir, framlög (ekkert skilgreint frekar) er úthlutað 826,2 milljónir sem er hærri tala en flestir Framhalds og menntaskólar fá.
* Þjóðleikhúsið fær úthlutað 698,3 milljónir
* Sinfóníuhljómsveit Íslands fær úthlutað 625,1 milljón
* Kvikmyndamiðstöð Íslands fær úthlutað 436,5 milljónir
* Listasjóðir 368,1 milljónir
* Ýmis íþróttamál (ekki skilgreint frekar) fá úthlutað 338,4 milljónir
* Ýmislegt , hjá menntamálaráðuneyti (ekki skilgreint frekar) er úthlutað 328,5 milljónum
* Markáætlun á sviði vísinda og tækni , 315 milljónir
* Söfn, ýmis framlög , 235,8 milljónir
* Æskulýðsmál 200,3 milljónir
* Íslenski dansflokkurinn 119,4 milljónir
* Ýmis fræðastörf (ekki skilgreint frekar) 103,8 milljónir
* Höfundarréttargjöld, 52,5 mill
* Húsfriðunarnefnd 49,2 mill
* Gljúfrasteinn, hús skáldsins, 33,1 mill
* Norræn samvinna, 19,1 mill
* Listskreytingarsjóður 7,1 mill
* Ýmislegt hjá fjármálaráðuneyti (ekki skilgreint frekar) 1072,5 milljónir
* Fyrrum varnarsvæðið við keflavíkurflugvöll , 618,7 mill
* Ýmis verkefni hjá samgönguráðuneytinu 302,5 milljónir
* Póst og fjarskiptastofnun 269,6 milljónir
* Sóknargjöld eru 2040 milljónir
* Þjóðkirkjan 1347,7 milljónir
* Kirkjugarðar 917,7 milljónir
* Fasteignaskrá Íslands 495,2 milljónir
* Þjóðskrá 297,2 milljónir
* Ýmis verkefni dómsmálaráðuneytið 271,8 milljónir
* Kirkjumálasjóður 257,4 milljónir
* Neytendastofa 143,5 milljónir
* Schengen samstarf 122,3 milljónir
* Kristnisjóður 75 milljónir
* Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu 5649 milljónir
* Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu 4165 milljónir
* Fóðursjóður 1400 milljónir
* Hafrannsóknarstofnun 1356,8 milljónir
* Bændasamtök Íslands 521,4 milljónir
* Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu 421,3 milljónir
* Verðmiðlun landbúnaðarvara 405 milljónir
* Ýmis verkefni landbúnaðar og sjávarútvegs , 378,4 milljónir
* Búnaðarsjóður 320 milljónir
* Rannsóknarsjóður til að auka verðmæti sjávarfangs, 305,8 milljónir
* Framleiðnisjóður landbúnaðarins 148,1 milljónir
* Verkefnasjóður sjávarútvegsins 35 milljónir
* Hagþjónusta landbúnaðarins 25,3 milljónir
* Verðlagsstofa skiptaverð 14,2 milljónir
* Fiskræktarsjóður 11 milljónir
* Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi 1549,3 milljónir
* Þróunarsamvinnustofunun Íslands 1378 milljónir
* Varnarmálastofnun 963 milljónir
* Ýmis verkefni utanríkisráðuneytis 287,2 milljónir
* Umhverfisstofnun 698,4 milljónir
* Veðurstofa Íslands 626,6 milljónir
* Úrvinnslusjóður ? 591,5 milljónir
* Ýmis verkefni umhverfisráðuneytis 288,1 milljónir
* Tækniþróunarsjóður 670 milljónir
* Orkustofnun 649,2 milljónir
* Nýsköpunarmiðstöð 482 milljónir
* Ferðamálastofa 430,6 milljónir
* Ýmis verefni forsætisráðuneytis 205,9 milljónir

= 45266,9 milljónir

Tekið af eyverjar.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.