Engin sjúkraflugvél í Eyjum

7.Október'09 | 08:31

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Flugfélag Vestmannaeyja fær greitt fyrir sjúkraflug frá Eyjum. Vandi félagsins er aftur á móti sá að það hefur enga flugvél sem má fljúga. Sem stendur eru Vestmannaeyingar því án sjúkraflugvélar og af því hefur Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestamannaeyjar þungar áhyggjur.
"Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Að hafa þessa hluti í lagi er ekkert annað en lífspursmál, það er ekki flóknara en það," segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum.

Vestmanneyingar eru án sjúkraflugvélar sökum þess að Flugfélag Vestmannaeyja, sem séð hefur um sjúkraflugið frá 1. apríl á síðasta ári, hefur enga flugvél sem má fljúga. Allar vélar fyrirtækisins eru án lofthæfisskírteinis. Það verður ekki fyrr en félagið fær gild skírteini sem það má fljúga vélum sínum en fyrirtækið fær engu að síður ennþá greitt frá frá íslenska ríkinu vegna sjúkraflugsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.