Eyjagosið árið 1973 kostaði 29 milljarða kr

6.Október'09 | 10:53

eldgos

KOSTNAÐUR Íslendinga vegna náttúruhamfara frá árinu 1990 nálgast að vera 20 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfisráðuneytisins sem birt var í gær og verður rædd á Umhverfisþingi í vikunni.
Fram kemur í skýrslunni að kostnaður samfélagsins vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi á síðasta ári nam rétt rúmum átta milljörðum króna, eða 0,5% af vergri landsframleiðslu. Það er umtalsvert meira en gerðist í skjálftunum tveimur sumarið 2000. Kostnaður vegna þeirra var tæplega 4,4 milljarðar eða 0,4% af landsframleiðslu.

Snjóflóðin vestra voru dýr
Á síðustu þrjátíu árum eða svo hafa náttúruhamfarir átta sinnum valdið efnahagstjóni, sem er meira einn milljarður kr. Þetta hefur sex sinnum gerst síðan 1990 í eldgosum, jarðskjálftum, jökulhlaupi, snjóflóðum og óveðri. Sjávarflóð hafa einnig valdið hundraða milljóna króna tjóni eins og gerðist við suðurströndina snemma árs 1990.

Þungar búsifjar urðu í snjóflóðunum vestra árið 1995. Efnahagstjón af völdum flóðsins í Súðavík var 1.040 mkr. og Flateyrarflóðið kostaði tæpa 1,3 mkr. Kostnaður vegna hvors flóðs um sig nam 0,1 til 0,2% af landframleiðslu.

Kostnaður vegna snjóflóðanna í Neskaupstað um jólaleytið 1974 nam 1,8 mkr., framreiknaður til núvirðis.

Engar náttúruhamfarir hafa þó orðið Íslendingum dýrari en Vestmannaeyjagosið árið 1973. Kostnaður af því nam 29 milljörðum króna eða 6% af vergri framleiðslu þess tíma.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.