Eyjakvöld á SPOT næstkomandi laugardagskvöld

1.Október'09 | 09:11

7und

Nú ætla Vestmannaeyjingar að koma saman eftir langan tíma og gera sér heldur betur glaðan dag. Það er von okkar sem að þessu stöndum að fyrir kvöldum sem þessum skapist góð hefð sem gerir okkur kleift að hittast öll undir sama þaki hér á fastalandinu.
Fram koma:
Hljómsveitin Logar, sem nú um mundir fagnar 45 ára starfsafmæli í ár og hefur verið órjúfanlegur hluti í tónlistarlífi Eyjamanna.

Hljómsveitin 7-Und sem kemur saman eftir fjöldamörg ár og vegna fjölda og margra áskoranna árum saman. Hver man ekki eftir plötunni Gott í bland sem sveitin gaf út sem innihélt hið ódauðlega
Eyjalag Pípuna.

Hljómsveitina Hrafna þarf vart orðið að kynna, enda verið með þeim allra vinsælustu síðustu misseri og eiga smelli eins og "Kallinn er dauður" ásamt öðrum lögum sem setið hafa sem þéttast vikum saman á vinsældarlistum útvarpsstöðvanna.
Sveitina skipa að megninu til meðlimir og stofnendur hinna RAUNVERULEGU Papa.

Svo það má með sanni segja að þarna brúist bil þriggja kynslóða í skemmtanalífinu svo allir Eyjamenn, ungir sem eldri ættu að getað sameinast um að gera þetta kvöld með þeim eftirminnilegri, enda eru Eyjamenn þekktir fyrir allt annað en skort á stuði.

Skemmtistaðurinn SPOT er án efa glæsilegasti staðurinn í dag, svo vel rúmt ætti að vera um gesti sem og er aðbúnaður staðarins og öll umgjörð hin glæsilegasta.

Vonumst til að sjá ykkur öll og bjóðum ykkur öll velkomin.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).