Eyjakvöld á SPOT næstkomandi laugardagskvöld

1.Október'09 | 09:11

7und

Nú ætla Vestmannaeyjingar að koma saman eftir langan tíma og gera sér heldur betur glaðan dag. Það er von okkar sem að þessu stöndum að fyrir kvöldum sem þessum skapist góð hefð sem gerir okkur kleift að hittast öll undir sama þaki hér á fastalandinu.
Fram koma:
Hljómsveitin Logar, sem nú um mundir fagnar 45 ára starfsafmæli í ár og hefur verið órjúfanlegur hluti í tónlistarlífi Eyjamanna.

Hljómsveitin 7-Und sem kemur saman eftir fjöldamörg ár og vegna fjölda og margra áskoranna árum saman. Hver man ekki eftir plötunni Gott í bland sem sveitin gaf út sem innihélt hið ódauðlega
Eyjalag Pípuna.

Hljómsveitina Hrafna þarf vart orðið að kynna, enda verið með þeim allra vinsælustu síðustu misseri og eiga smelli eins og "Kallinn er dauður" ásamt öðrum lögum sem setið hafa sem þéttast vikum saman á vinsældarlistum útvarpsstöðvanna.
Sveitina skipa að megninu til meðlimir og stofnendur hinna RAUNVERULEGU Papa.

Svo það má með sanni segja að þarna brúist bil þriggja kynslóða í skemmtanalífinu svo allir Eyjamenn, ungir sem eldri ættu að getað sameinast um að gera þetta kvöld með þeim eftirminnilegri, enda eru Eyjamenn þekktir fyrir allt annað en skort á stuði.

Skemmtistaðurinn SPOT er án efa glæsilegasti staðurinn í dag, svo vel rúmt ætti að vera um gesti sem og er aðbúnaður staðarins og öll umgjörð hin glæsilegasta.

Vonumst til að sjá ykkur öll og bjóðum ykkur öll velkomin.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.