17 vörutegundir hærri í Krónunni í Eyjum en í Reykjavík

30.September'09 | 17:11

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Mikill verðmunur er á milli Krónuverslana í Reykjavík og á landsbyggðinni ef marka má verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Hins vegar er Bónus oftast með sama verð á báðum stöðum. Í Krónunni voru vörur sem til voru bæði í Reykjavík og í Vestmannaeyjum ekki á sama verði í 43% tilvika.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun hjá fjórum lágvöruverðsverslunarkeðjum þriðjudaginn 22. september sl. og var skoðað verð samtímis í tveimur verslunum í hverri keðju á mismunandi stöðum á landinu. Tilgangurinn var m.a. að skoða hvort sama vöruverð væri hjá verslunum innan sömu keðju óháð staðsetningu verslunar, að því er segir á vef ASÍ.

17 af 53 dýrari í Eyjum en Reykjavík

Í könnuninni reyndist Krónan sjaldnast vera með sama verð í báðum þeim verslunum sem farið var í en Bónus var oftast með sama verð á báðum stöðum.

17 vörutegundir af þeim 53 sem fengust hjá Krónunni á báðum stöðum voru dýrari í Vestmannaeyjum en sex vörutegundir voru dýrari í Reykjavík.

Samkvæmt könnunni voru brauðvörur, morgunkorn, ís, frosin ýsa, hrísgrjón, grænmeti, Coca-cola og bleyjur dýrari í Vestmannaeyjum en kjötvörur, spaghettí og sjampó mældust dýrari í Reykjavík.

tekið af mbl.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.