6 hafa verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna á árinu

28.September'09 | 13:24

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í vikunni sem leið, en eitthvað var um útköll vegna veðurs enda eru haustlægðirnar að ganga yfir landið þessa dagana.  Þá var eitthvað um pústra í kringum skemmtana hald helgarinnar en engar kærur liggja fyrir.
Lögreglan stöðvaði ökumann aðfaranótt sl. sunnudags grunaðan um akstur undir áhrifum áfengis. Er þetta sá 10. á árinu sem er staðin að akstri undir áhrifum áfengis, en á sama tíma í fyrra hafði 21 ökumaður verið stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. 6 hafa verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna á árinu, á móti 5 á sama tíma í fyrra.

Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni en sá mun hafa átt sér stað aðfaranótt 19. september sl. Um er að ræða þjófnað á ljóskastara af þaki Hamarsskóla og eru þeir sem einhverjar upplýsingar um hver þarna gæti hafa verið að verki beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Að morgni 21. september sl. var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í húsnæði Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Er talið að rúðan hafi verið brotin þá um nóttina. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem telja sig hafa upplýsingar sem leitt gæti til þess að gerandinn finnist eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunn sem leið. Síðdegist á laugardag var tilkynnt um bílveltu á Stórhöfðavegi en þarna hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni og lenti bifreiðin utan vega og valt eina veltu og endaði á hliðinni. Hvorki ökumann né farþega sakaði enda bæði spennt í öryggisbelti. Ekki leikur grunur á að um hraðakstur hafi verið að ræða.

Í hinum tveimur tilvikum var um minniháttar í höpp að ræða og engin slys á fólki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.