„Við viljum ræða við ykkur, þið verðið að ræða við börnin ykkar“

28.September'09 | 15:16

Barnaskóli

Nú er komið að árlegum forvarna- og fræðslufundum fyrir nemendur og foreldra á vegum Grunnskóla Vestmannaeyja og Marita forvarnarstarfs. Eins og í fyrra er fræðslan ætluð nemendum okkar í 7. 9. og 10. bekk
Nemendur í 7. og 9. bekk fá sína fræðslu á skólatíma, en nemendur 10. bekkjar mæta með forráðamönnum sínum á kvöldfund.

Forvarnarfulltrúinn sem um ræðir hefur nú komið til okkar nokkrum sinnum og orð hans hafa fallið í góðan jarðveg hjá nemendum okkar og þeim foreldrum sem hann hefur náð til. Við höfum hins vegar saknað þess að sjá fleiri foreldra nýta sér þetta fræðslutækifæri enda afar mikilvægt að geta fylgt fræðslu af þessu tagi eftir með umræðum heima fyrir.

Við hvetjum því alla sem eiga börn í 5. - 10. bekk til að koma á fræðslufundina og kynna sér það sem þar fer fram. Fundirnir eru þrír, hver fyrir sitt aldursstig. Þannig mæta foreldrar 10. bekkjar, með börnum sínum þriðjudagskvöldið 29. sept. kl. 20:00. Foreldrar í 5. - 7. bekk mæta á miðvikudag 30. sept. kl. 17:00 og foreldrar í 8. - 9. bekk mæta sama kvöld kl. 20:00.

Nánari upplýsingar um fræðslufundina er að finna á heimasíðu skólans www.grv.is og einnig hafa allir aðstandendur í 5. - 10. bekk fengið tölvupóst með kynningu á efni fundanna.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest í safnaðarheimilinu
Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.