„Við viljum ræða við ykkur, þið verðið að ræða við börnin ykkar“

28.September'09 | 15:16

Barnaskóli

Nú er komið að árlegum forvarna- og fræðslufundum fyrir nemendur og foreldra á vegum Grunnskóla Vestmannaeyja og Marita forvarnarstarfs. Eins og í fyrra er fræðslan ætluð nemendum okkar í 7. 9. og 10. bekk
Nemendur í 7. og 9. bekk fá sína fræðslu á skólatíma, en nemendur 10. bekkjar mæta með forráðamönnum sínum á kvöldfund.

Forvarnarfulltrúinn sem um ræðir hefur nú komið til okkar nokkrum sinnum og orð hans hafa fallið í góðan jarðveg hjá nemendum okkar og þeim foreldrum sem hann hefur náð til. Við höfum hins vegar saknað þess að sjá fleiri foreldra nýta sér þetta fræðslutækifæri enda afar mikilvægt að geta fylgt fræðslu af þessu tagi eftir með umræðum heima fyrir.

Við hvetjum því alla sem eiga börn í 5. - 10. bekk til að koma á fræðslufundina og kynna sér það sem þar fer fram. Fundirnir eru þrír, hver fyrir sitt aldursstig. Þannig mæta foreldrar 10. bekkjar, með börnum sínum þriðjudagskvöldið 29. sept. kl. 20:00. Foreldrar í 5. - 7. bekk mæta á miðvikudag 30. sept. kl. 17:00 og foreldrar í 8. - 9. bekk mæta sama kvöld kl. 20:00.

Nánari upplýsingar um fræðslufundina er að finna á heimasíðu skólans www.grv.is og einnig hafa allir aðstandendur í 5. - 10. bekk fengið tölvupóst með kynningu á efni fundanna.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest í safnaðarheimilinu
Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).