Safnar kjól fyrir hvern dag ársins

19.September'09 | 12:07

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

„Hugmyndin er að gefa gömlum kjólum framhaldslíf í gegnum þennan gjörning. Gjörningurinn felst í því að safna 365 kjólum frá íslenskum konum frá átján ára aldri og upp úr. Kjólarnir mega vera af öllum stærðum og gerðum og þarf saga kjólsins að fylgja með," segir Gíslína Dögg Bjarkadóttir, textíl- og fatahönnuður í Vestmannaeyjum.
Hún safnar nú 365 kjólum sem notaðir verða í gjörningi sem hefst 24. október og gengur út á það að hengdur verður upp einn kjóll á vinnustofu hennar hvern dag næsta árið. Að ári liðnu verður haldið uppboð þar sem kjólarnir verða seldir hæstbjóðanda og mun allur ágóði renna til góðgerðarmála. Þeir kjólar sem ekki seljast fá þó framhaldslíf til dæmis í leikhúsi.

Hægt verður að fylgjast með verkefninu á samskiptasíðunni Fésbók, en þar verður einnig hægt að sjá nöfn þeirra sem taka þátt í gjörningnum með Gíslínu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í gjörningnum geta sent kjól ásamt sögu hans á Vinnustofuna Kví Kví við Skildingaveg 14 í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.