Stórskipahöfn við Vestmannaeyjar

17.September'09 | 10:02

stórskipahöfn eiði

Í dag er sagt frá því á vefsíðu siglingastofnunar að þessa dagana sé nýtt hafnarlíkan að líta dagsins ljós í húsnæði siglingastofnunar í Vesturvör. Tilgangur þess er að kanna möguleikana á stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á norðanverðu Eiðinu.

Má gera ráð fyrir að niðurstöður verði væntanlegar eftir fáeina mánuði.  Líkanagerð þessi er unnin í framhaldi af samþykktum Framkvæmda-og hafnarráðs 19. febrúar 2008 þar sem ráðið samþykkti að forgangsvinna Siglingastofnunar yrði fólgið í frekari rannsóknum á mögulegri stórskipahöfn / aðstöðu fyrir amk. 220 m. skip norðan Eiðis.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur á sama hátt ráðgert að leggja 327 milljónir til þessarar framkvæmdar á næstu 3 árum og er gert ráð fyrir slíku í þriggjaáraáætlun Vestmannaeyjabæjar.    Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði í viðtali við eyjar.net að líkanagerðin væri mikilvægt skref í undirbúningi þessa mikilvæga máls.  "Gerð viðlegukants fyrir stór skip er náttúrulega ein af forsendum áframhaldandi stöðu Vestmannaeyja sem leiðandi bæjarfélags á sviði sjávarútvegs.  Við vitum hinsvegar vel að vart verður ráðist í slíkt án aðkomu ríkisins.  Það skiptir mestu fyrir okkur núna að nudda málinu áfram og klára undirbúning og rannsóknir." 

Til skoðunar hafa verið þrír möguleikar.  Flestum ber saman um að heppilegasti kosturinn væri norðan Eiðis, sá kostur sem nú er í líkanaprófun.  Hinir tveir kostirnir sem til skoðunar vera, ef ekki reynist framkvæmanlegt að ráðast í fyrsta kostinn, eru annarsvegar á nýjahrauninu gengt Klettsvíkinni við Urðafjöru og hinsvegar lenging núverandi viðlegukants sunnan á Eiðinu í átt að Hörgaeyri.

Elliði segir að best væri náttúrulega ef að í ljós kæmi að hafnargerð norðan Eiðis væri tæknilega möguleg og hagkvæm.  "Ef ekki þá verðum við að skoða næst besta kostinn.  Þegar fyrir liggur hvaða framkvæmd þykir heppilegust af þeim þremur sem til skoðunar verða þarf að koma verkinu sem fyrst á framkvæmdarstig í samstarfi við ríkið. Hlutverk þingmanna okkar sunnlendinga þar verður veigamikið og heppilegt fyrir okkur að eiga þar gott og öflugt fólk."

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.