“Bagalegt hversu oft Eyjamenn lenda í því að ákvarðanir séu teknar um hagsmuni þeirra án þess að hlustað sé sjónarmið þeirra”

15.September'09 | 13:26

Baldur

Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa nú legið niðri í rúman sólarhring þar sem Baldur hefur ekki haffærni þegar ölduduflið við Surtsey sýnir meira en 3,5 metra.    Núna er ölduhæðin þar um 6 metrar og hefur ekki farið undir 3,5 metra í meira en sólarhring.  Athugun er með seinni ferð skipsins í dag kl. 13.00.

Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði í samtali við eyjar.net að það væri auðvitað afar bagalegt hversu oft Eyjamenn lenda í því að ákvarðanir séu teknar um hagsmuni þeirra án þess að hlustað væri á sjónarmið þeirra.  "Við vöruðum við því að þessi staða kæmi upp ef hingað kæmi skip, sem ekki hefur fulla haffærni.  Bæjarráð var einróma í þessu rétt eins og bæjarstjórn."  Í afgreiðslu bæjarráðs sagði m.a. "Ekki kemur á neinum tíma til greina að skip minna en núverandi Herjólfur leysi af á siglingaleiðinni"  Elliði segir að hann hafi bæði fundað með Kristjáni Möller samgönguráðherra vegna þessa og ítrekað verið í samskiptum við ráðherrann og hans fólk vegna þessa máls.  "Það er fráleitt að halda því fram að hér hafi ríkt þögn vegna þessa" segir Elliði.  "Því miður hafa mótmæli okkar, rétt eins og almennt er með mótmæli þess dagana, mátt sín lítils og ákvörðun um þetta tekin hvað sem þeim leið.  Illu heilli er staðan nú sú að samgöngur til Eyja falla niður þegar ölduhæð á duflinu við Surtsey fer yfir 3,5 metra."

Elliði segir að hann og aðrir hjá Vestmannaeyjabæ hafi fullan skilning á erfiðum rekstri ríkisins í kjölfar höfuðborgarkreppunar. "Auðvitað er ekki hægt að líta hjá þeirri staðreynd að ríkið þarf að draga saman.  En þótt engar samgöngur séu ódýrustu samgöngurnar þá getum við ekki stutt slíkar ákvarðanir."

Elliði segir að ljósið í samgöngumyrkrinu sé að nú styttist óðum í samgöngubætur þegar Land-Eyjahöfn verður tilbúin.  "Það hefur vakið athygli margra að allan þann tíma sem Baldur hefur legið bundinn hefur verið fært í Land-Eyjahöfn.  Þar hefur ölduhæð ekki farið yfir 3,5 metra". 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.