Þú spilar ekki með hausinn í bringunni gegn FH

13.September'09 | 16:30

ÍBV Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að FH hafi verið of stór biti fyrir sína menn í dag. FH-ingar unnu öruggan 5-0 sigur á heimavelli sínum.
„Ég var þokkalega sáttur við spilamennskuna í fyrri hálfleiknum en við gáfum þeim aulamörk. Varnarleikurinn var svolítið barnalegur hjá okkur. Við sóttum hratt á þá en töpuðum boltanum kjánalega og þá komu þeir á okkur óskipulögðum," sagði Heimir.

„Munurinn á þessum liðum er sá að þeir hafa fullt af mönnum sem geta skorað mörk en við höfum ekki marga."

Fram að fyrsta marki leiksins hafði ÍBV fengið góð færi til að komast yfir. „Við áttum fín upphlaup og spilamennskan í fyrri hálfleik var ekki alvitlaus. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar einstefna og maður sá hausinn á strákunum fara neðar og neðar. Þú spilar ekki með hausinn í bringunni á móti FH á þeirra heimavelli, það er alveg ljóst. Þetta var kannski of stór biti fyrir þessa peyja" sagði Heimir.

„Við eigum Fylki heima næst og verðum bara að byrja strax að einbeita okkur að því. Það þýðir ekki að dvelja við þennan leik, honum er bara lokið," sagði Heimir en liðið þarf eitt stig í viðbót til að vera öruggt með sæti sitt í Pepsi-deildinni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).