Saman um nýja skipalyftu

12.September'09 | 09:09

Vestmannaeyjahöfn

SKÝRAST mun í næstu viku hvort útgerðar- og iðnaðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum komi að endurbyggingu á upptökumannvirkjum hafnarinnar þar. Bæjaryfirvöld hafa samþykkt að hefjast handa um framkvæmdir, enda telja þau mikilvægt að góð upptökumannvirki séu til staðar fyrir viðhald Eyjaflotans.
Verkefnið verður fjármagnað af hafnarsjóði. „Sjóðurinn stendur vel og getur tekist á við stærri verkefni. Fyrir þær 300 milljónir króna, sem við höfum eyrnamerkt þessu verkefni, værum við komin með ágæt upptökumannvirki sem gætu lyft allt að 1.200 tonna skipum, þá til dæmis togskipum og minni bátum," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum.

Skipalyftan í Eyjum hrundi og skemmdist mikið 2006. Strax í kjölfarið hófust bollaleggingar um endurbyggingu. Leituðu Eyjamenn til ríkis um stuðning sem reyndist ekki mögulegur vegna samkeppnissjónarmiða og EES-reglna. „Evrópureglur stóðu í vegi fyrir þátttöku ríksins. Við verðum því að takast á við verkefnið með eigin kröftum og hafnarsjóður ræður við aukna skuldsetningu með stuðningi bæjarins," segir Elliði sem segir Evrópureglur ekki hindra aðkomu hafnarsjóðs að verkefninu.

Gæti tekið upp flest skip
Ýmsir möguleikar eru í stöðunni um hvernig staðið verður að endurreisn upptökumannvirkjanna. Einn er sá að þau verði áfram í eigu hafnarsjóðs, eða að þau verði lögð inn í sérstakt hlutafélag sem einkaaðilar kæmu að. Taki hafnarsjóður og einkafyrirtæki saman höndum gæti pakkinn orðið stærri; e.t.v. fjárfesting upp á 500 til 600 milljónir kr. og að þá verði reist lyfta sem geti tekið upp flest skip Eyjamanna . fyrir utan Herjólf og stór fjölveiðiskip.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.