Stefnir á sundið í London 2012

11.September'09 | 07:24
„ÞETTA er allt á réttri leið. Ég get ekki byrjað að hlaupa alveg strax en ég stefni á að byrja að spila síðar í þessum mánuði. Síðustu dagana hef ég synt eins og skepna. Mér var ráðlagt að gera það og það er aldrei að vita nema maður keppi í sundi á Ólympíuleikunum í London 2012. Það er stefnan,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, við Morgunblaðið, en eins og alltaf er stutt í húmorinn hjá Eyjamanninum.
Hermann varð fyrir því óláni að togna í læri á undirbúningstímabilinu og hefur verið fjarri góðu gamni í öllum fjórum leikjum Portsmouth í úrvalsdeildinni. Ólukkan hélt áfram að elta Hermann því þegar hann hafði náð sér af meiðslunum meiddist hann á æfingu fyrir leikinn á móti Norðmönnum þegar sin í il rifnaði. Þar af leiðandi hefur hann þurft að halda sér í formi með því að synda enda má ekki vera neitt álag á ilinni.

Liggur við að maður mæti með nafnspjald á æfingarnar
Gífurlegar breytingar hafa orðið á liði Portsmouth í sumar. 12 leikmenn hafa yfirgefið suðurstrandarliðið síðustu vikurnar en á móti hefur það fengið 14 nýja leikmenn, ýmist að láni eða keypt þá.

„Það hafa verið miklar hræringar og það liggur við að maður þurfti að vera með nafnspjald þegar maður mætir á æfingasvæðið. En vonandi fer liðið að rétta úr kútnum," sagði Hermann.

Landsliðsfyrirliðinn sagðist mjög ánægður með frammistöðu landsliðsins í síðustu leikjum og vildi meina að hann ætti erfitt með að komast í liðið aftur.

Virkilega stoltur af landsliðinu
„Leikurinn við Norðmenn var stórkostlegur hjá strákunum og það var synd að fara ekki með sigur af hólmi. Það var síðan gott hjá liðinu að fylgja þessum leik eftir með sannfærandi sigri á Georgíu. Ég er virkilega stoltur af liðinu og svei mér þá, ég held að það verði erfitt fyrir mig að komast í liðið. Óli hefur imprað á því við okkur að reyna að spila meiri fótbolta og það sýndi sig í þessum leikjum að það er að skila sér."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).