Lundapysjur til umfjöllunar hjá BBC

10.September'09 | 20:28

pysja lundapysja

Ísland fær góða umfjöllun hjá breska sjónvarpinu BBC í tveimur þáttum sem nefnast Fast track á BBC World News.
Á öðrum þættinum er fjallað um hvernig Ísland hafi löngum verið frægt fyrir einstaka náttúrufegurð eða allt þar til landið varð alræmt í bankahruninu. Hins vegar sé ástandið ekki alvont og til þess tekið hvernig íslensk ferðaþjónusta hafi spjarað sig á þessum krepputímum.

Í hinum þættinum er fjallað sérstaklega um Vestmannaeyjar sem heimkynni stærstu lundabyggðar í heimi sem dragi að sér marga ferðamenn en einnig hvernig krakkarnir í Eyjum hjálpi örvæningarfullum lundapysjunum til hafs þegar þær hafa lent í ógöngum á landi.

Sjá nánar á BBC

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.