Álagning opinberra gjalda tekjuárið 2008

6.September'09 | 07:51

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Álagning skattstjóra hefur nú verið birt og lá frammi á skrifstofu skattstjóra í ágústmánuði. Útsvarsgreiðslur eru langstærsti tekjuliður Vestmannaeyjabæjar og hvílir þjónusta við bæjarbúa fyrst og fremst á þeim. Forræði innheimtunnar er hjá ríkisvaldinu og því mikilvægt að bæjaryfirvöld eigi gott samstarf við skattstjóra Vestmannaeyja.
Ingi Tómas Björnsson skattstjóri telur að álagning í Vestmannaeyjum gangi vel en vissulega séu sumar starfstéttir erfiðari en aðrar. Það sem þyrfti að lagast væri siðgæðisvakning almennings sem sæi til þess að allir stæðu skil á sínum gjöldum og bendir skattstjóri á að endurgreiðsluhlutfall af virðisaukaskatti er 100% við vinnu við endurbætur á húsnæði og nýbyggingar. Telur hann ennfremur að eftirlitsdeildir hjá skattstjórum þyrftu að vera öflugri.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.