ÍBV á skilið að vera í efstu deild

3.September'09 | 21:24
Eftir leik Fylkis og ÍBV fyrr í sumar skrifaði ofanritaður að lið ÍBV ætti nákvæmlega ekkert erindi í efstu deild. Ég skal með glöðu geði éta það ofan í mig núna. ÍBV sýndi í kvöld, og hefur sýnt í undanförnum leikjum, að þetta lið á fullt erindi í efstu deild.
Það sem meira er þá getur ÍBV spilað úrvalsfótbolta. Ekki bara í vondu veðri heldur líka í góðu veðri eins og í kvöld.

Eyjamenn réðu lögum og lofum lengstum í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Spilaði vel út á velli en gekk oft illa að skapa sér opin færi. Boltinn gekk vel hjá liðinu í fáum snertingum, leikmenn hreyfanlegir og allir viljugir að taka þátt í spilinu.

Dauðþreyttir Grindvíkingar gerðu lítið annað en að elta lengstum. Nsumba kom ÍBV yfir þegar hann fékk boltann í teignum, lék á Óskar markvörð og skoraði í tómt markið. Sanngjörn forysta.

Það var svo algjörlega gegn gangi leiksins að Gilles Ondo jafnaði rétt fyrir hlé eftir klafs í teignum.

Síðari hálfleikur var minna fyrir augað en samspil ÍBV var oft gott en færin vantaði. Eyjamenn vildu þó fá þrjú víti og höfðu talsvert til síns máls í að minnsta kosti tvö skipti af þessum þremur.

Mörkin urðu þó ekki fleiri og jafnteflið felldi því Þrótt í 1. deild. ÍBV og Grindavík vantar enn tvö stig til þess að gulltryggja sæti sitt í deildinni en sætið er þó nokkuð tryggt enda þarf Fjölnir að vinna síðustu þrjá leiki sína.

Ég er ekki að sjá það gerast en kannski þarf ég að éta þann spádóm ofan í mig eins og þann sleggjudóm sem ég felldi yfir ÍBV fyrr í sumar.

Henrý Birgir Gunnarsson skrifar á visir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is