Sálarball í eyjum

2.September'09 | 10:02

Sálin hans Jóns míns

Á laugardaginn (5 sept) halda Sálverjar til Vestmannaeyja. Verður þar um kvöldið slegið upp rokktjöldum og mögnurum í Höllinni, hinu myndarlega skemmtihúsi Eyjamanna.

En laugardagurinn verður einnig merkur fyrir þá staðreynd, að þann dag mun Eyja-pæjan Laufey Jörgensdóttir, ein af dyggustu áhangendum Sálarinnar í gegnum tíðina, ganga í það heilaga með unnusta sínum, Jónasi Þór
Friðrikssyni. Laufey hefur fylgst með Sálinni frá fyrstu tíð og fylgt henni á ófá giggin, en m.a. má sjá hana hér
(http://www.salinhansjonsmins.is/img/Njalsbud_1992_Laufey_Mynd.jpg ) munda myndavél sína í Njálsbúð árið 1992.

Og það er saga á bakvið þessa mynd: Laufey og liðsfélagar hennar í Tý fóru þessa helgi í keppnisferð til Þorlákshafnar og ekki var annað vitað en að íþróttafólkið unga væri þar innan reglugirðingar í rólegheitum. En eftir helgina birtist öllum að óvörum þessi mynd flennistór á forsíðu DV. Kom þá á daginn að þjálfararnir höfðu
látið undan þrýsitingi stúlknanna og hleypt þeim á ballið. Fengu þeir vitaskuld svarta skömm í hattinn frá oddvitum Týs þegar þetta uppgötvaðist. - Sálverjar óska brúðhjónunum tilvonandi innilega til hamingju fyrirfram.

Það er ástæða til að benda Sálarþyrstum Eyjapeyjum og meyjum á að bandið verður ekki á ferðinni í Vestmannaeyjum næstu mánuðina a.m.k. og því um að gera að grípa tækifærið og bregða undir sig betri fætinum á laugardagskvöldið.

Nánar: http://www.salinhansjonsmins.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.