Öll vorum við sammála um að Land-Eyjahöfn færir okkur íbúum mikil sóknarfæri

28.Ágúst'09 | 08:32

Landeyjahöfn bakkafjara bakki

Í gær funduðu bæjar- og sveitarstjórar á áhrifasvæði Land-Eyjahafnar til að fara yfir aukna möguleika á samstarfi og kortlagningu á sóknarfærum eftir að höfnin verður tekin í notkun.  Fundinn sátu Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Elvar Eyvindsson sveitarstjóri Rangárþings eystra, Eydís Indriðadóttir oddviti Ásahrepps, Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti Skaftárhrepps, Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Örn Þórðarson Sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að hann hafi óskað eftir þessum fundi í ljósi þess að nú eru einungis 308 dagar í fyrstu ferð og mikilvægt að næstu skref verði tekin í átt að auknu samstarfi þessara sveitarfélaga. "Það er náttúrulega langt síðan við byrjuðum að ræða þetta okkar á milli og sveitarstjórnir á öllum þessum stöðum hafa fyrir löngu hafið undirbúning að breytingum. Nú höfum við sem sagt ákveðið að færa samstarfsvettvanginn yfir á formlegri vettvang."

Elliði segir að meðal þess sem rætt var á fundinum séu leiðir til að örva fyrirtæki til samstarfs milli svæða, samstarf á sviði félagsþjónustu, samstarf á sviði skólaskrifstofu, samrekstur á sviði sorpmála, aukið samstarf í kringum ferðaþjónustu og safnarekstur og lengi mætti áfram telja. "Öll vorum við sammála um að Land-Eyjahöfn færir okkur íbúum mikil sóknarfæri bæði vegna aukinna lífsgæða og í tengslum við atvinnuþróun." Hann bendir einnig á að svæðin séu sögulega, félagslega og atvinnulega nátengd. "Milli íbúa þessara svæða hefur ríkt djúpstæð og mikil vinátta í gegnum árhundruðin og samgangur lengst af mikill. Hvað atvinnuþróun varðar þá þarf ekki einu sinni ríkt hugmyndarflug til að sjá þau sóknarfæri sem myndast þegar öflugustu sjávarbyggð á Íslandi er rennt saman við öflugasta landbúnaðarhéraðið."

Elliði bendir á að markaðshlutdeildin í matvælaframleiðslu á þessu nýja vaxtarsvæði sé gríðarleg og fyrirtæki svo sem SS, Vinnslustöð, MS, Ísfélag, Ísfugl, Godthaab, Grímur Kokkur og fleiri séu landskunn fyrir styrk sinn og gæði. Hann segir sóknarfærin í ferðaþjónustu einnig ómæld þegar Vestmannaeyjar, djásnið í krúnu íslenskrar ferðaþjónustu, tengist beint stærsta ferðamannasvæði landsins. "Nú veldur hver á heldur og mikilvægt fyrir fyrirtæki og einkaaðila að vera ekki eftirbátur okkar hjá sveitarfélaginu í krotlagningu og nýtingu tækifæra".

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).