Var léleg í saumum og smíðum

27.Ágúst'09 | 14:41

Margrét Lára

Nú er Evrópumót kvennalandsliða hafið og þessa dagana eru allar landsliðskonur Íslands að sýna á sér Hina hliðina hér á Fótbolta.net.

Í dag er komið að Margréti Láru Viðarsdóttur en hún á að baki 55 leiki með A-landsliðinu og hefur skorað 48 mörk.
Fullt nafn: Margrét Lára Viðarsdóttir

Gælunafn: Er aðalega bara kölluð Margrét

Aldur: 23 ára

Gift / sambúð? Á frábæran kærasta

Börn: Ekki ennþá

Hvað eldaðir þú síðast? Mér finnst líklegt að það hafi verið mexíkóskar pönnukökur

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Misjafnt en yfirleitt finnst mér best að hafa hvítlauk, kjúkkling, sveppi, pepperoni og máis

Hvernig gemsa áttu? Sony Erikson að sjálfsögðu

Uppáhaldssjónvarpsefni? Íþróttir almennt

Besta bíómyndin? Ohhh erfið spurning margar góðar eins og Lord of the rings myndirnar, Notthing Hill og fleiri í þeim dúr

Hvaða tónlist hlustar þú á? Er alæta en finnst íslensk tónlist skemmtilegust eins og Sálin, Bubbi, Villi Vill og Stuðmenn

Uppáhaldsútvarpsstöð: Að sjálfsögðu FM 957 fyrir Brynjar Má

Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn

Uppáhalds vefsíða? Auðvitað Fótbolti.net

Ertu hjátrúarfull fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Neimm ekkert sérstaklega reyni að halda ákveðinni rútínu með mat og svefn annars er ég ekkert að stressa mig of mikið á hlutunum ;)

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ég held að fæstir þoli það að tapa

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Maður á aldrei að segja aldrei en ég held ég færi seint til Færeyja að spila fótbolta

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég hélt mikið upp á eyjastrákana og svo var Romario í miklu uppáhaldi

Erfiðasti andstæðingur? Faith Ikidi samherji minn hjá Linköping var alveg óþolandi góður varnarmaður hehe

Ekki erfiðasti andstæðingur? Guðný Björk í Skallatennis

Besti samherjinn? Mér finnst erfitt að gera upp á milli þeirra frábæru leikmanna sem ég hef spilað með í gegnum tíðina en meðal þeirra eru Olga Færseth, Dóra María, Laufey Ólafs, Carolin Seger og Catrine Paske Sörensen svo einhverjar séu nefndar.

Sætasti landsliðssigurinn? Klárlega leikurinn gegn Írlandi þegar við tryggðum okkur sæti á EM

Mestu vonbrigði?Tapið gegn Slóveníu og bikarúrslitaleikurinn með Val í fyrra

Hvað er þitt uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Mér finnst spánverjarnir Torre og David Villa einstakir sóknarmenn sem eru í miklu uppáhaldi

Besta íslenska knattspyrnukonan fyrr og síðar? Ásthildur Helgadóttir, Margrét Ólafsdóttir og Olga Færseth mega deila þessum titli enda allar frábærar hver á sinni hátt :)

Efnilegasta knattspyrnukona landsins? Sara Björk Gunnarsdóttir og eyjapæjurnar Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn? Það er David Beckham engin spurning

Fallegasta knattspyrnukonan? Valsliðið er land fallegasta liðið ;)

Grófasti leikmaðurinn? Pass

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben, Hjörtur og Ásgeir

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Þeir eru allir góðir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Guðný Björk Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eiga þetta skuldlaust hehe ;)

Hefurðu skorað sjálfsmark? Já samt bara á æfingu sem betur fer

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það kom mjög skemmtilegt atvik upp hjá okkur í Val á síðasta ári þegar Rakel Logadóttir var að fá boltann inn á miðjuni í ákjósanlegri stöðu en allt í einu hrundi hún bara niður án nokkurar snertingar og boltinn rúllaði í hendina á henni þar sem hún lá í grasinu og andstæðingurinn fékk aukaspyrnu. Þetta var frekar skondið atvik en kannski bara af því þetta var Rakel þar sem hún er fáranlega fyndin manneksja

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? neim

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Árið 2000 þá var ég 14 ára gömul

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Frábær síða og hefur verið mikil lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Já daglega allavega

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Að stelpur megi spila með hárspennur

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Justin Timberlake og Coldplay

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Skokka mig niður skil það fyrirbæri ekki

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Ætli það séu ekki valskóngarnir Hemmi Gunn, og Stefán Hilmarsson

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Vestmannaeyjar á heitum sumardegi

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Endalaust lengi hehe

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Jordan og Tiger Woods

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já heilan helling. Fer þar mest fyrir handbolta

Hver er uppáhalds platan þín? Ég veit það ekki

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég borgaði mig inná ÍBV-Keflavík í Pepsi-deildinni um daginn

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? PUMA

Í hverju varstu/ertu lélegast í skóla? Saumum og smíðum

Hefurðu einhverja aðra hæfileika en að vera góð í fótbolta? Ég var ágæt í handbolta á sínum tíma en ég held að þeir hæfileikar séu nú horfnir

Hvaða lið er líklegast til að vinna EM? Svíþjóð að mínu mati

Hver syngur best í landsliðinu? Klárlega stórsöngkonan og rapparinn Kristín Ýr

Hvenær lékstu þinn fyrsta landsleik? Gegn Ungverjalandi 2003

Áttu einhver heilræði fyrir unga leikmenn sem vilja ná langt í boltanum? Það skiptir ekki máli hver maður er eða hvaðan maður kemur. Maður getur allt ef maður er nógu tilbúin til að leggja hart að sér, vinna markvisst að draumum sínum og hafa trú á sjálfum sér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%