Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

27.Ágúst'09 | 09:23

Áhuggjur

Vissirðu að áhyggjur eru eins og tómatar? Nei, þú getur ekki borðað þær en þú getur látið þær vaxa og dafna með því einu að hugsa um þær. Ef áhyggjurnar eru orðnar svo miklar að þær trufla þig í daglegu lífi þá er þessi bók fyrir þig.

Thelma Gunnarsdóttir sálfræðingur á Fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar þýddi nýverið bókina Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur í samstarfi við Árnýju Ingvarsdóttur sálfræðing.

Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á kvíða. Líflegar myndlíkingar og myndskreytingar auðvelda lesendum að skilja hugtök um leið og skýrar „skref fyrir skref" aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum.

Bókin er seld á vefsíðunni www.hvadgeteggert.is en hún er einnig til sölu hjá Pennanum og Eymundsson.

Frekari upplýsingar um bókina má finna á www.hvadgeteggert.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.