Sóknarfæri fyrir foreldra grunnskólabarna

24.Ágúst'09 | 08:59

sjöfn heimili og skóli

Foreldrasamstarf er mjög mikilvægt og ef foreldrar eru virkir getur það haft úrslitaáhrif á líðan barnanna og  námsárangur. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna kemur ávinningur af foreldrasamvinnu aðallega fram í betri líðan barna og unglinga, bættum námsárangri og ekki hvað síst minni hegðunarvandamálum.
Samráðsvettvangur - skólaráð
Í nýju menntalögum sem samþykkt voru síðastliðið sumar er aukin áhersla lögð á samstarf við foreldra og aðkomu þeirra að skólastarfi. Þar er kveðið á um lögbundið skólaráð við hvern grunnskóla í stað foreldra- og kennararáðs og skólastjóri skal sitja í ráðinu og stýra því. Gert er ráð fyrir níu manna ráði við hvern skóla með tveimur fulltrúum foreldra, tveimur fulltrúum kennara, einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og einum fulltrúa grenndarsamfélagsins eða viðbótar fulltrúa foreldra. Skólaráði skal sjálft velja úr hópi fulltrúa grenndarsamfélags í ráðið. Þarna er sóknarfæri fyrir hvern skóla til að móta sér sérstöðu og taka mið af nærsamfélagi sínu. Þessi fulltrúi grenndarsamfélagsins gæti t.d. verið íþróttafulltrúi íþróttafélagsins í hverfinu/sveitarfélaginu, amma eða afi nemanda, velunnari skólans, forstöðumaður félagsmiðstöðvar samfélagsins eða sá aðili sem hugsanlega getur aðstoðað skólann við að móta sína sérstöðu sem við á að hverju sinni. Skólaráð á að vera samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags, foreldra og nemenda um skólahald. Það tekur m.a. þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn.
Í raun eru það margir hópar sem mynda skólasamfélagið í hverjum skóla og fer það eftir sérstöðu hvers sveitarfélags hverjir það eru sem hafa áhrif að líðan og hagi barns. Innan skólaveggjanna eru það nemendur, starfsfólk skólans og foreldrar og því er mikilvægt að þessir hópar vinni vel saman. Við þetta bætist gjarnan tónlistarskóli, íþróttafélag, frístundaheimili, félagsmiðstöð, heilsugæsla, kirkja og ýmsir aðrir aðilar. Þess vegna er afar mikilvægt að þessir aðilar starfi saman og hafi samráð. Til þess að það gangi þarf að ræða reglulega um áherslur og komast að samkomulagi um meginviðmið í samfélaginu. Þá er mikilvægt að hlutverk hvers og eins sé vel skilgreint og kynnt. Öllum þarf að vera ljóst hvernig ferlið er varðandi ábendingar um það sem betur má fara í leik og starfi barns hverju sinni. Þetta er m.a. kjörið verkefni fyrir skólaráð að vinna að, móta og vinna stefnu sem hentar hverjum skóla fyrir sig.

Heimili og skóli hvetja foreldra til að taka virkan þátt í undirbúningi skólaráða og nýta þetta sóknarfæri til að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri á þessum mikilvæga samráðsvettvangi. Afar brýnt er fyrir fulltrúa foreldra í skólaráðum að hafa traust bakland í foreldrahópnum og þar getur m.a. öflugt foreldrafélag og virkir bekkjarfulltrúar skipt máli. Öflugt foreldrastarf skiptir máli.

Framundan eru mörg sóknarfæri fyrir okkur foreldra á nýju skólaári og þau skulum við nýta vel í þágu barnanna. Skylda okkar foreldra er að bera ábyrgð á velferð barnanna og það gerum við með því að taka þátt í leik þeirra og starfi.

Sjöfn Þórðardóttir
formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.