Sægreifinn sem missti jarðsamband

21.Ágúst'09 | 09:09

Maggi MK

Magnús Kristinsson fjármagnaði veldi sitt með illa tryggðum lánum. Hann er umdeildur í Vestmannaeyjum fyrir þyrlukaupin og þykir mikill gassi sem fer sínar eigin leiðir. Sagan af risi og falli Magnúsar er dæmi um það æði sem ríkti í íslensku viðskiptalífi á liðnum árum. Hann þykir lítið vit hafa á hlutabréfaviðskiptum og er sagður hafa gert mistök með því að stunda þau af of miklu kappi.

Frétt DV um fyrirhugaðar afskriftir á um 50 milljarða króna skuldum útgerðarmannsins Magnúsar Kristinssonar og eignarhaldsfélaga hans við gamla Landsbankann vakti mikla athygli í vikunni. Skuldastaða Magnúsar við bankann segir meira en mörg orð um lánastefnu Landsbanka Íslands á síðustu árum því Magnús virðist hafa fengið stóran hluta þessara lána í bankanum án þess að leggja fram haldgóð veð fyrir lánunum.

Magnús er í nærmynd í helgarblaði DV sem kemur út í dag.

Einn af viðmælendum DV orðar þetta sem svo að Magnús sé svo ákveðinn og með svo mikið sjálfstraust að hann hafi skoðanir á hlutum sem hann viti ekkert um. Viðmælandinn segir að þetta eigi við um viðskiptasögu Magnúsar eftir að hann byrjaði að fjárfesta í hlutabréfum af krafti. „Þegar hann er á heimavelli, sem er í útgerðinni, gengur þetta upp því þá þekkir hann hvern einasta bolta um borð. En svo reynir hann að ganga fram af sömu í áræðni og sjálfsöryggi í hlutabréfaviðskiptum sem hann veit sáralítið um... Svona menn eins og Magnús urðu sjálfum sér verstir í góðærinu þegar offramboð var á lánsfé hér á landi. Það var hægt að fá lánað fyrir næstum því öllu," segir viðmælandi DV sem þekkir vel til í íslenska bankakerfinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.