Herjólfur fer í slipp frá 7. til 17. september

21.Ágúst'09 | 08:28

Herjólfur

Í gærmorgun átti Elliði Vignisson bæjarstjóri fund með Kristjáni Möller samgönguráðherra vegna slipptöku Herjólfs.  Í slipptökunni á meðal annars á að búa skipið undir siglingar í Land-Eyjahöfn, gera við veltiugga og sinna þörfum viðgerðum á aðalvélum. Í samtali við eyjar.net sagði Elliði að ráðherra hefði á fundinum gert grein fyrir því að Herjólfur færi í slipp 7. september og kæmi til baka eigi síðar en 17. eða 18. sept.  Þannig verði Herjólfur einungis eina helgi í burtu.  Á fundinum kom fram að á meðan á slipptöku stendur verði Baldur notaður í siglingum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

"Ég gerði ráðherra grein fyrir því að Vestmannaeyjabær hefði allt síðan 2006 gert kröfu um að það skip sem kemur í afleysingar fyrir Herjólf skuli vera sambærilegt við Herjólf og að okkar mat væri að Baldur væri það ekki.  Við þessu hefur ríkið orðið síðan þá.  Ég lýsti einnig þeirri skoðun minni að sjálfsögð krafa okkar væri að skipið sem leysir Herjólf af hafi fullgilda haffærni á siglingaleiðinni en það hefur Baldur ekki."  Elliði segir að ráðherra hafi þá gert grein fyrir því að ekki hefði verið hægt að fá sambærilegt skip og einnig væri allra leiða leitað til að gæta aðhalds í ríkisútgjöldum vegna erfiðleika í ríkisfjármálum. 

"Í máli ráðherra og hans fólks kom einnig fram að Baldur væri gott skip sem auðveldlega gæti þjónustað Vestmannaeyinga í þennan stutta tíma."  Elliði sagði að sér finndist það skipta höfuð máli að ráðherra hafi marg ítrekaði að þær undanþágur sem skipið þyrfti til siglinga á þessu hafsvæði væru smávægilegar og að hvergi væri gefið eftir þegar kemur að öryggi farþega."

"Ég notaði einnig tækifærið og ræddi við ráðherra um Land-Eyjahöfn og lýsti vilja okkar hjá Vestmannaeyjabæ til að gera þjónustusamning við ríkið þess eðlis að Vestmannaeyjahöfn tæki að sér rekstur Land-Eyjahafnar fyrir ríkið.  Ráðherra staðfesti það einnig við mig að enn hafði ekki verið teknar neinar ákvarðanir sem gera ráð fyrir breytingum á þeim áætlunum sem unnið hefur verið út frá í undirbúningi að siglingu milli Land-Eyjahafnar og Vestmannaeyja.  Þannig sé gert ráð fyrir allt að 7 ferðum á dag og að gjaldtaka verði í samræmi við það sem fram kom í útboðsgögnum þegar rekstur ferjunnar var boðin út, þ.e.a.s. 500 kr. fyrir farþega og 1000 kr. fyrir bíl."

Að lokum óskaði ég eftir svörum við erindi því er ég sendi fyrir hart nær 2 mánuðum og tengist Herjólfi og slipptökunni.  Ég geri ráð fyrir því að þau svör ásamt ítarlegum upplýsingum um Baldur berist okkur fyrir næsta fund í bæjarráði.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).