Orðsending til Vestmannaeyinga

19.Ágúst'09 | 11:37

Eftir afdrifaríkan viðburð sem að átti sér stað síðastliðið sunnudagskvöld langar mig að koma nokkru á framfæri. Ég vil byrja á því að þakka björgunarsveitinni fyrir frábært starf, þeir voru mjög fljótir að koma sér á staðinn og maður fylltist miklum létti þegar við sáum þá nálgast okkur.
       Til þess að útskýra frá minni hlið, þeirri einu sönnu hvað var að eiga sér stað, þá hafði ég talað við frænda minn fyrr um daginn sem ætlaði sér að komast til eyja. Hann og vinur hans höfðu ákveðið að hafa gaman í hér í nokkra daga og ætluðu þeir sér að fljúga frá Bakka. En þar sem að fullt var í seinustu vél vildi ég athuga hvort að það væri hægt að sækja þá á tuðru, taldi ég það skemmtilegan kost til að byrja þessa ferð þeirra.
 

Ég hringi í vin minn og athuga hvort að hann gæti skotist með mér, en hann hafði farið til Rvk. og sagði mér að ég gæti tekið tuðruna. Ég hélt því af stað með yngri bróður eigandans þar sem að hann þekkti tuðruna vel. Bjart var í veðri og fínasti sjór þegar við lögðum af stað. Þegar við komum að fjörunni, höfðu frændi minn og vinur hans villst af leið og þurftum við því að bíða í dágóðan tíma. Nærri 2 klst liðu þangað til við gátum farið aftur tilbaka. Strákarnir voru að hoppa uppí bátinn en vélinn náði ekki að komast í bakk og snýst því báturinn. Öldur fóru þá að hamra yfir tuðruna og sáu við fram á að eina í stöðunni var að taka tuðruna uppí land. Við könnuðum hvort að allt væri í lagi og hringdum í eigandann og var okkur sagt að mótórinn þyrfti að vera í sjónum til að komast í gang. Við ýttum því tuðrunni út en mótorinn fór ekki í gang. Þarna hringdum við í björgunarsveitina. Á meðan við vorum að bíða eftir henni rak okkur langt vestur og þegar við sjáum björgunarsveitina nálgast erum við komnir ansi vestarlega þar sem undirlagið er hærra og náðu því öldurnar að magnast upp. Það þurfti bara 2 góðar öldur til að fleygja okkur í land. Skömmu seinna barst hjálpin og öll hætta var úti.

Mér þykir afskaplega leiðinlegt að þetta hafi farið á þennan veg og enn verra að vita til þess að frændi minn og vinur hans höfðu haft efni með í sínum fórum. Ég hafði ekki hugmynd um það, og ef ég hefði vitað það þá hefði ég sagt þeim að losa sig við það þar sem að ég vissi mætavel að lögreglan er látin vita i svona útköllum. Ég hef þurft að standa undir ásökunum áður en að ég sé bendlaður við dópsmygl fyllti mælinn. Eitthvað sem átti að taka lítinn tíma og var greiði fyrir frænda minn fór algjörlega úr böndunum og tek ég ábyrgð á því. En ég vil biðja þá sem geta, að reyna ekki að spinna um of frá sannleikanum eins og tíðkast því miður of mikið hér í Vestmannaeyjabæ.

Árni Óli Ólafsson

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.