Er hægt að versla í eyjum án þess að vera í eyjum?

19.Ágúst'09 | 08:04

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Eyjar.net athuguðu hvaða fyrirtæki í eyjum væru með netverslanir en í dag er hægt að panta allt milli himins og jarðar í netverslunum.
Á tenglalista eyjar.net er birtur listi yfir þær netverslanir sem að við fundum og tengjast Vestmannaeyjum og virðist vera hægt að kaupa ýmislegt á netinu í gegnum verslanir og fyrirtæki í eyjum. Godthaab selur fisk í gegnum netið, Barnaborg er með netverslunina gjafavara.is og þar er hægt að kaupa fallega gjafavöru, Eyjavík útivistarvörur og margt fleira, Póley með sína flottu kertastjaka og vörur og Sjöberg er með barnaföt.

Ef að þú veist um fleiri netverslanir frá fyrirtækjum í eyjum þá endilega sendu slóðina á eyjar@eyjar.net

Slóðirnar á netverslanirnar í eyjum eru eftirfarandi:
Sjöberg: http://www.sjoberg.is/
Barnaborg: http://www.gjafavara.is/
Godthaab: http://www.boddabiti.is
Póley: http://www.poley.is/
Eyjavík: http://www.eyjavík.is/

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.