Kannabissefni fundust á farþega í slöngubát

18.Ágúst'09 | 22:07

Lögreglan,

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku við hin ýmsu mál. Segja má að það sé nokkuð óvenjulegt miðað við tíma árs, þar sem mikið fækkar í bænum á þessum tíma þegar heimamenn taka sitt sumarfrí að lokinni þjóðhátíð.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni þegar um 27. gr. af kannabissefni fundust á aðila sem var að koma með slöngubát frá Bakkafjöru. Þessi aðili viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau til eigin neyslu. Áður hefur verið sagt frá í fjölmiðlum þeirri svaðilför sem þessir aðilar lentu í við landtöku í Bakkafjöru.

Í vikunni var aðili handtekinn grunaður um að hafa brotist inn í veitingastaðinn Kaffi María. Hann var handtekinn þar nærri en vitni hafði séð til manns þar inni. Áfengisflöskur frá veitingarstaðum fundust í nærliggjandi húsagarði. Hann var færður í fangageymslu en við yfirheyrslu neitaði hann allri aðild að málinu. Málið er í rannsókn.

Einn aðili tilkynnti um líkamsárás en það gerðist fyrir utan heimahús. Sá er varð fyrir árásinni hefur ekki lagt fram kæru enn sem komið er en einhverjir áverkar voru á honum.

Aðfaranótt laugardags var tilkynnt að fjórir aðilar hafi farið inn í sundlaugagarð við íþróttamiðstöðina og baðað sig í heitupottunum. Þeir voru yfirheyrðir og skýrsla gerð um málið. Rætt var við foreldra þessara drengja og þeim tilkynnt um málið.

Af umferðarmálum er það að frétta að einn aðili var tekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann sviptur ökuleyfi á staðnum. Er þetta níundi ökumaðurinn sem tekinn er þetta árið. Einn aðili var kærður fyrir að fara yfir á rauðu ljósi á Strandvegi og ekki hafa réttindi til að stjórna því ökutæki sem hann var á. Þá voru tveir aðilar kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.