Grindavík óskar eftir frestun - Svínaflensa í herbúðum liðsins

13.Ágúst'09 | 18:17
Forráðamenn Grindavíkurliðsins í knattspyrnu hafa óskað eftir því við mótanefnd að leik liðsins gegn ÍBV í Pepsi-deildinni sem fram á að fara á sunnudaginn verði frestað um óákveðin tíma en eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag eru fjölmargir leikmenn liðsins með flensu og er staðfest að minnst einn þeirra, Óli Stefán Flóventsson, er með svokallaða svínaflensu.
Beiðni Grindvíkinga til KSÍ er á þessa leið;

Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir því að leikur Grindavíkur og ÍBV í Pepsi-deild karla, sem fram á að fara næsta sunnudag, verði frestað um óákveðinn tíma vegna inflúensufaraldurs sem gripið hefur um sig hjá liðinu.

Leikmenn hafa verið að hrynja niður hver á fætur öðrum, þeir fyrstu síðasta mánudag en í dag eru 10 leikmenn komnir með inflúensueinkenni, sá síðasti veiktist nú eftir hádegi.

Staðfest er af lækni að einn leikmaður, Óli Stefán Flóventsson, er með svokallaða svínaflensu. Niðurstöðu úr fleiri sýnum er að vænta á morgun. Af samtölum mínum við lækna er ráðlagt að þeir sem greinist með svínaflensu séu í eina viku í nokkurs konar sóttkví. Þeir telja sömuleiðis óráðlegt að spila leikinn á sunnudaginn því það opnar smitleiðir.

Óski KSÍ eftir læknisvottorðum er það sjálfsagt mál en það gæti tekið einhvern tíma að safna þeim saman því flestir leikmennirnir eru rúmliggjandi.

Rétt er að taka fram að okkur er nauðugur einn kostur að biðja um þessa frestun. Hún er alls ekki í okkar þágu því við missum einn af okkar lykilmönnum, Boga Rafn Einarsson, í nám til Bandaríkjanna strax eftir helgi. Ástandið er einfaldlega þannig að það er er ekki forsvaranlegt að spila leikinn á sunnudaginn við þessar aðstæður.

Virðingarfyllst,

Þorsteinn Gunnarsson
Formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.