Eyjamenn hafa áhyggjur af rafmagnsstrengnum milli lands og Eyja

10.Ágúst'09 | 08:59

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Sumarið 2008 var ráðist í umfangsmiklar viðgerðir við rafmagnsstrenginn milli lands og Eyja.  Þrátt fyrir það vakna öðru hverju áhyggjur í Vestmannaeyjum af því að strengurinn standi tæpt og lítið megi út af bregða til þess að hann slitni með ófyrirséðum afleiðingum fyrir fyrirtæki og íbúa í Eyjum.

. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að hann geri sér sérstakt far um að vera í góðu sambandi við Landsnet sem á og rekur strenginn. "Þeir hjá Landsnet hafa verið mjög liðlegir í því að miðla til okkar upplýsingum enda málið brýnt." Hann segir að samkvæmt upplýsingum Landsnets sé ástand þess strengs sem gert var við síðastliðið sumar eins og best verður á kosið miðað við þær aðstæður sem strengurinn býr við. "Sá hluti strengsins sem var að skemmast vegna áraunar sjáfarfalla var skipt út fyrir nýjan og betri streng síðastliðið sumar."

Elliði segir að fljótlega eftir lagningu þess hlutar sem skipt var um hafi strengurinn verið myndaður með neðansjávarmyndavélum og þá hafi komið í ljós að hann lá á nokkrum stöðum á klettanibbum sem talið var að gætu hugsanlega valdið skaða á strengnum þegar til lengri tíma væri litið. "Til að koma í veg fyrir að strengurinn yrði fyrir skaða var hann færður af þeim stöðum sem töldust varasamir. Strengurinn var síðan myndaður aftur nú í vor og þær myndir bornar undir framleiðanda strengsins sem álítur að núverandi lega hans sé í góðu lagi, jafnvel þó hann liggi á svæðum þar sem hann getur hreyfst. Þeir fullyrða við Landsnet að sá strengur sem nú liggur á því svæði sem skemmdir voru á í fyrra, sé mun sterkari og þyngri en sá gamli og þoli því áraun mun betur" segir Elliði.

Elliði segir enn fremur að Landsnet staðhæfi að eins vel sé staðið að viðgerð og viðhaldi strengjanna sem liggja til Vestmannaeyja eins og mögulegt er og hluti af rekstri strengsins sé að mynda hann reglulega til að meta ástandið. "Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða að strengir geti ekki bilað en lykilatriðið sé að allt sé gert til að draga úr líkunum á að það gerist og það er hlutverk Landsnet".

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is