Eldfellið eitt af tíu bestu eldfjöllum í heiminum

8.Ágúst'09 | 10:47

eldgos

Snæfellsjökull og Eldfell í Vestmannaeyjum, sem myndaðist í eldgosinu í Heimaey 1973, eru í hópi 10 bestu eldfjalla heims, að því er fram kemur í úttekt blaðamanns breska dagblaðsins The Guardian.
Eldfjöllin eru valin með hliðsjón af umfjöllun um þau í bókmenntaverkum en þessi náttúrufyrirbæri þykja jafnan magnað sögusvið bóka.

Vart þarf að taka fram að Snæfellsjökull er sögusvið vísindaskáldsögu Jules Verne um svaðilför að miðju jarðar en færri vita ef til vill að Vestmannaeyjar verða fyrir valinu vegna þess að gosið þar kemur fyrir í bók Yrsu Sigurðardóttur, Aska, eða Ashes to Dust eins og hún heitir á ensku.

Nefnir greinarhöfundur, John Mullan, Yrsu „glæpasagnadrottingu Íslands".

Vesúvíus og Pompeii koma einnig fyrir á listanum en svona samantektir eru mjög í tísku í Bretlandi um þessar mundir.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.