Brekkusöngur í Herjólfsdal er frábær

6.Ágúst'09 | 08:58

Sigmar Simmi

Það er merkilegt hvað nokkrum mönnum gengur illa að sætta sig við  að  Árni Johensen  skuli hafa þessa frábæru hæfileika til að ná fram stemmingu og mikilli skemmtun við brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, reyndar alstaðar þar sem hann kemur fram sem forsöngvari.

Þetta gerir hann og getur vegna þess að hann kann að ná til fólksins, spila og syngja þau lög sem við Íslendingar kunnum og viljum syngja þegar við erum í stuði að skemmta okkur. Menn skulu líka hafa það í huga að Árni hefur þróað þennan brekkusöng gegnum árin og gert hann  vinsaælan, já það vinsælan að mjög margir sem koma á Þjóðhátíð Eyjamanna segja að brekkusöngurinn með Árna Johensen sé toppurinn á þjóðhátíðinni.

Það eru líka margir sem vildu vera í hans sporum að stjórna fjöldasöng þrettán til fjórtan þúsund manna og standa sig frábærlega vel og fá klapp og hrós þúsunda manna úr brekkum Herjólfsdals.

Ég held að þeir menn sem eru endalaust að hnýta í Árna Johensen séu oft pólitískir andstæðingar hans eða menn sem hreinlega öfunda hann af þessum hæfileikum að geta hrifið fólk með sér í söng og gleði.

Vonandi verður vinur minn Árni Johensen með brekkusönginn eins lengi og hann sjálfur vill. 

 

kær kveðja SÞS

 

http://nafar.blog.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is