Mikið um tjaldbrennur í Eyjum

4.Ágúst'09 | 08:36
 Hefðbundin eftirköst þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum urðu í nótt, en frá því seint í gærkvöldi og fram á morgun kveiktu eftirlegukindur í tjöldum í Herjólfsdal með tilheyrandi ónæði fyrir aðra tjaldgesti og gæslumenn. Tæmt var úr á fimmta tug slökkvitækja á brennandi tjöld. Annars gekk nóttin vel.
Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að nokkrir tugir tjaldgesta hafi enn verið í Herjólfsdal í nótt. Skemmtistaðir voru opnir fram á nótt og gekk skemmtanahald vel fyrir sig. Einu málin sem komu upp voru tjaldbrennur auk þess sem kalla þurfti út slökkvilið þegar kveikt var í útiborði úr timbri. Logaði glatt í borðinu og réðu gæslumenn ekki við eldinn.

Engan sakaði í tjaldbrennunum en það hefur verið einskonar hefð að kveikja í þeim tjöldum sem skilin eru eftir á svæðinu. Varla er hægt að tala um séríslenskt fyrirbæri þar því tjaldbrennur eru einnig þekktar á helstu tónlistarhátíðum í Evrópu.

Lögregla áætlar að mikið muni fækka í bænum í dag og síðustu gestir þjóðhátíðar haldi heim á næstu dögum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.