Bunkar af greiðslukortum og logandi tjöld

4.Ágúst'09 | 18:43
Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í dag. Að sögn varðstjóra hafa lögreglumenn verið á kafi í týndum munum frá þjóðhátíðinni. Það sem meðal annars er á borði lögreglunnar eru símar, myndavélar, veski og greiðslukort. Lögreglan fór með bunka af debet og kredikortum í Sparisjóðinn í morgun sem koma kortunum í hendur réttra aðila.

Auk þess virðist sem margir gestir þjóðhátíðarinnar hafi skilið tjöldin sín eftir í dalnum og hafði varðstjórinn á orði að það væri eins og það væri enn góðæri í landinu - slíkt væri magnið.

Einhverjir gestir þjóðhátíðarinnar eru enn á eyjunni og hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum sem hafa verið að kveikja í tjöldunum. Tveir voru handteknir í morgun. Annar þeirra hafði verið að leika sér að því að stafla tjöldum upp í bunka og stökkva á þau án þess að tryggja það að enginn væri inn í tjöldunum. Hinn var staðinn að því að brjóta rúður í Týsheimilinu og valda skemmdaverkum á mannvirki við Hásteinsvöll. Báðir voru undir áhrifum áfengis.

Flestir eru farnir frá Eyjum en einhverjir eru þó eftir og fara þeir með Herjólfi í kvöld.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.