Bæjarstjórn spáir 2% íbúafjölgun á ári

4.Ágúst'09 | 15:17

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í umræðu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar fjallaði bæjarstjórn Vestmannaeyja meðal annars um íbúafjölgun.  Fram kom að spá bæjarstjórnar um að íbúum myndi taka að fjölga árið 2008 hafi gengið eftir.  1. des 2007 bjuggu 4044 íbúar í Vestmannaeyjum og hafði þeim þá fækkað nánast stöðugt frá árinu 1993 eða í 14 ár.

Reyndar var fækkun ársins 2007 mun minni en áður hafði verið. 1. des. 2008 voru íbúar hinsvegar orðnir 4090 og fjölgaði því um 1,29%. "Búsettir Eyjamenn núna um miðjan júlí eru 4160 og stefnir í að fjölgunin í ár verði vart undir 2%." segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. ,,Þetta er stórkostlegt og þungu fargi af okkur létt ef við erum nú að fara að horfa upp á jákvæða íbúaþróun."

Í þriggja ára áætlun spáir bæjarstjórn því að 2% íbúafjölgun verði á ári næstu þrjú árin og nái slíkt fram að ganga verða hér um 4300 íbúar það ár. Það kann því að vera að texti þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja frá 1974 eftir Gylfa Ægisson verði á ný kyrjaður af sannfæringu en hann hljómar meðal annars svona:

Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn
og öllum ber saman um það.
Hér eigi það heima,hér eigi það senn
heimsins fegursta stað.
Byggðin hún stækkar nú dag eftir dag
dafnar svo ótrúlegt er.
Ég eigna þér Eyja mitt ljúfasta lag
og lagið nú hefurðu hér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.