Tvö kynferðisbrotamál í Eyjum

3.Ágúst'09 | 14:07
Tvö kynferðisbrotamál voru tilkynnt í morgunsárið í Vestmannaeyjum og ein líkamsárás. Að sögn lögreglu var um að ræða tvær ungar konur. Að öðru leyti gat lögregla ekki tjáð sig um málið enda á stutt síðan tilkynningar bárust og málið á frumstigi. Rannsókn er að fara af stað og árásarmanna leitað.

Nóttin í Vestmannaeyjum var hins vegar með rólegasta móti og hafði varðstjóri á orði að hún hefði verið sú rólegasta sem hann hafi upplifað um verslunarmannahelgi. Afbrotin hafi hins vegar orðið til þess að varpa skugga á góða nótt.

Fyrir utan kynferðisbrotamálin og líkamsárásina er einnig mikið um það að ungir þjóðhátíðargestir óski eftir aðstoð lögreglu við hin ýmsu mál. Það vill fá far lögreglu hingað og þangað um bæinn, þarf gistingu af því að tjaldið er blautt og það er búið að týnda dótinu sínu. Varðstjóri segir greinilegt að einhverjir foreldrar hafi ekki undirbúið börnin sín undir það að sofa í tjaldi.

Fólk var þegar farið að pakka saman tjöldum sínum og föggum á níunda tímanum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.