Veist að lögreglu í Eyjum

2.Ágúst'09 | 12:52
Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nótttina. Veist var að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af ölvuðu fólkið og var lögreglumaður sleginn.
Sex fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt og hafa því alls sextán fíkniefnamál komið upp um helgina. Lögregla segir nóttina í nótt hafa verið rólegri en þá á undan.

Fjölmenni er í Herjólfsdal en í gær voru tíu þúsund manns á hátíðinni og enn streymir fólk að. Flestir skemmtu sér vel í gærkvöldi þegar haldin var flugeldasýning.

Vel viðraði á meðan en um fjögur leytið í nótt fór að rigna og skriðu þá margir í tjöld sín eða fóru heim í hús. Sól og blíða er nú í Eyjum. Í kvöld verður brekkursöngur en sunnudagskvöldið er yfirleitt fjölmennasta og stærsta kvöld hátíðarinnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.