Gestirnir höguðu sér vel að sögn lögreglu

1.Ágúst'09 | 10:55
Grunur leikur á að rúmlega tvítugri stúlku hafi verið nauðgað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Stúlkan leitaði á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum undir morgun og kærði atvikið.
Hún gat gefið greinagóða lýsingu á manninum en hann er þó ekki fundinn. Stúlkan var flutt á neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum þar sem hún er nú. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

Þá var kalrmaður fluttur á sjúkrahús með kinnbeinsbrot og nefbrot eftir að sparkað var í andlitið á honum. Árásarmannsins er leitað. Þá gistu tveir fangageymslur, þar af einn vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Alls hafa komið upp níu fíkniefnamál hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum frá því síðdegis í gær, einkum vegna amfetamíns og kókaíns. Í flestum tilfellum var um að ræða neysluskammta, en einn hafði undir höndum tíu skammta og gistir hann fangageymslur.

Mikil ölvun var í Vestmannaeyjum í nótt en gestir hegðuðu sér að sögn lögreglu almennt nokkuð vel. Veðurblíðan lék við þjóðhátíðargesti sem eru orðnir fleiri en sjö þúsund.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.