Stefnir í nýtt met í Eyjum

30.Júlí'09 | 08:41
Þjóðhátíðarundirbúningur í Vestmannaeyjum gengur vel enda leggja sjálfboðaliðar á sig ómælda vinnu við að byggja upp hátíðarsvæðið í Herjólfsdal áður en hátíðarhöldin hefjast á föstudag. Allt að hundrað manns koma að undirbúningnum á einn eða annan hátt en reiknað er með að Þjóðhátíðin verði enn fjölmennari en í fyrra en þá voru Þjóðhátíðargestir um ellefu þúsund.
Margir gestir eru komnir til Eyja nú þegar og setja þeir mikinn svip á bæinn.

Nánast fullt er í allar ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð en skipið siglir þrjár ferðir á sólarhring frá þriðjudegi til laugardags. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi voru 6.168 farþegar bókaðir með skipinu frá síðasta mánudegi til sunnudagsins. Um 1.400 manns hafa staðfest flug til Eyja með Flugfélagi Vestmannaeyja sem flýgur frá Bakka, frá hádegi á föstudag fram á sunnudag. Flugfélag Íslands á bókaða 1.050 farþega frá fimmtudegi til laugardags þannig að ríflega 8.600 manns eiga bókað far til Eyja dagana fyrir hátíðina.

Í fyrra var það mat hátíðarhaldara að met hefði verið slegið í aðsókn þegar um 11 þúsund manns sóttu hátíðina. Er ljóst að hún verður ekki minni núna. Í Vestmannaeyjum búa liðlega 4.000 manns þannig að íbúatalan á Heimaey gerir meira en að þrefaldast. Fari þrír fjórðu Eyjamanna í Herjólfsdal um helgina verður gestafjöldinn nálægt 12 þúsund. Veðurspá fyrir Vestmannaeyjar er mjög góð þannig að allt stefnir í hörku Þjóðhátíð þetta árið.

Eftir hátíðina siglir Herjólfur þrjár ferðir á sólarhring frá mánudegi að seinni ferð á föstudag og Flugfélag Íslands áætlar 27 ferðir með 1.259 farþega til Reykjavíkur á mánudag. Flugfélag Vestmannaeyja er með fullbókað í allar ferðir á mánudag en þeir sem ekki komast þá fá far á þriðjudag.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).