Straumur manna í dalinn

29.Júlí'09 | 19:10
„Það er auðvitað þannig að ef það sést einhver með tjaldsúlu á leið í átt að dalnum þá fer allt af stað og menn streyma hingað niður í dal,"segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, hlæjandi. „Hér myndast mjög sérstök stemmning þegar tjaldstæðið er opnað."
Eftir hádegi í dag streymdu Vestmannaeyingar niður í Herjólfsdal eftir að út spurðist að búið væri að opna tjaldstæðið. Það reyndist ekki rétt og var tjaldstæðið loks opnað nú um sexleytið.

„Það er siður hér að leyfa sjálfboðaliðum sem starfa við hátíðina að velja sér fyrst tjaldstæði."

Páll segir undirbúninginn ganga afar vel og spáin fyrir helgina sé góð. „Við höfum gert allar ráðstafanir enda gerum við ráð fyrir að það komi ákaflega margir hingað í ár. Við búumst jafnvel við að metið verði slegið svo við höfum gert ýmislegt til að búa okkur undir það."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.