Lundanum reddað með góðri hjálp

29.Júlí'09 | 06:31

Lundir lundar

GESTIR Þjóðhátíðar þurfa ekki að örvænta þótt lundaveiðin í Vestmannaeyjum hafi verið lítil sem engin í ár, þökk sé samstöðu lundaveiðimanna um land allt. Nægur lundi verður í Eyjum til að standa undir Þjóðhátíðarhefðinni.

„Grímseyingar, Skagfirðingar og Húsvíkingar, það hjálpa okkur allir. Meira að segja hefur komið lundi frá Vigur, þannig að þetta kemur alls staðar af landinu," segir Magnús Bragason í Vestmannaeyjum sem hefur verkað og reykt lunda fyrir Þjóðhátíð undanfarin ár.

Þegar blaðamaður ræddi við Magnús var hann einmitt á leiðinni að sækja síðustu lundana í reykkofana og ekki seinna vænna því brátt fara tjöldin að spretta upp í dalnum.

„Þetta er samstaða landsmanna, ætli það sé ekki kreppan, hún er búin að þjappa okkur saman."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.