Réttu máli hallað

28.Júlí'09 | 11:10
Skelfing leiðist mér þegar fólk kemur fram í fjölmiðlum og fer ekki með rétt mál varðandi söguna og staðreyndir um Vestmannaeyjar.
Sífellt er farið með rangt mál með fjölda Þjóðhátíða og hafa menn verið með ýmsar fullyrðingar þar um og núna seinast að mönnum teljist til að að þetta sé í 137 skiptið sem hátíðin sé haldin.

Hvernig má það vera þegar sú fyrsta var haldin árið 1874 og síðan eru ekki liðin nema 135 ár og vitað að í nokkur ár féll hátíðarhaldið niður.

Það væri verðugt verkefni fyrir Þjóðhátíðarhaldara að láta fara yfir söguna og fá fram nákvæman fjölda hátíða úr því mönnum finnst ástæða til að vera upplýsa þjóðina um það.

Með bestu kveðjum og ósk um gleðilega Þjóðhátíð.

Guðmundur Þ. B. Ólafsson,

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%